Færsluflokkur: Bloggar
2.10.2007 | 13:54
Ekki búin að gleyma ykkur alveg :)
Jæja, það er búið að vera brjálað að gera. Var að koma frá ESRI Ráðstefnu, sem haldinn var í Stokkhólmi, Svíþjóð. Síðan tók við alls konar vinna þegar ég kom heim og er á hvolfi við það að skipuleggja næstu daga, læra og reyna að koma einhverju í verk. Þannig að þetta blogg verður stutt en á næstu dögum mun koma hér inn smá ferðasaga frá Svíþjóð. Það var nefnilega margt og mikið að upplifa.
Mig langar að nota tækifærið hér til að óska þeim Berlínar maraþonhlaupurum sem ég þekki til hamingju með árangurinn. Þau eru Brynja, Ingibjörg, Ragnhildur, Haraldur og Jón Kristinn.
Þangað til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 14:09
Bloggvinir!
Ég er búin að vera að kynna mér hinar ýmsu síður og er svona að spá í hvernig þetta virkar með bloggvinina. Eru þetta kunningjar ykkar eða eru þetta bara hinir ýmsu sem koma að þessum rafræna heimi skrifaðra hugsanna?
Ég er nefnilega bara búin að finna einn bloggvin og myndi gjarnan óska þess að fleiri myndu bjóða sig fram svo ég þurfi ekki að eyða ótrúlega löngum tíma í að lesa, bjóða o.s.frv. ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2007 | 13:23
Tímaleysi og metnaður ...
Maður er alltaf að kvarta yfir því að hafa ekki nægan tíma fyrir sig til að slappa af, hafa það notalegt og njóta lífsins. Ég held að maður getur kennt sjálfum sér um, minnsta kosti get ég það. Ég var nefnilega að bæta við mig fjarnámi í forritun eins og ég hef verið að gera síðustu ár, nema að þessa önn ætlaði ég að taka mér pásu. En viti menn, ég er búin að skrá mig og meira að segja búin að skila mínu fyrsta verkefni.
Svo ég fari yfir það sem ég er búin að koma mér í fyrir þennan vetur:
- Í kórnum Vox academica, æfingar á þriðjudagskvöldum, auk einnar mánudagsæfingar í hverjum mánuði, svo er ég í stjórn kórsins og það er nóg að gera þar.
- Í stjórn húsfélagsins, næg verkefni.
- Getraunastarf KR - Laugardagsmorgnar af og til.
- Badminton á fimmtudagskvöldum
- Fjarnám í forritun, heimalærdómur og verkefnavinna
- Einsöngstímar og undirleikstímar með meðleikara. Nokkuð mikið um heimalærdóm og svo verð ég að hafa tíma til að æfa mig.
Þetta er náttúrulega bara listi yfir það sem ég geri aukalega því auðvitað þarf ég að halda heimili, vinna, læra með dóttur minni og eiga frábærar stundir með henni. Þannig að af mörgu er að taka þetta árið. Það sem gerir þetta þó skemmtilegt og gott er að ég hef gaman því sem ég er að gera.
Það er líka eitt sem ekki má gleyma og það er að hafa tíma til að hitta vini sína, eyða með þeim stundum og njóta félagsskapar þeirra. Síðan kannski út frá því fara í það að finna manninn sem manni langar að deila lífinu með.
Hvernig er þetta með ykkur hin??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2007 | 12:26
Golfmót - Hnit Open
Jæja, það fór nú ekki alveg eins vel og ég vonaði. Þvílík meðalmennska, við Andri lentum í 5 sæti og þar með misstum við meira segja af verðlaunum þeirra sem notuðu mest völlinn. Það voru Halldór og Viðar, sem unnu gólfmótið í ár, báðir með 50 í forgjöf, en það í raun skipti ekki máli því þeir fóru völlinn á 43 höggum. Við Andri ákváðum að fyrir næsta ár þá myndum við annaðhvort hækka hans forgjöf, eingöngu hægt ef hann skilar alltaf inn hærra skori eða þá að ég þurfi að fara að taka upp golf og æfa stíft. Það verður að koma í ljós hvor aðferðin verður valinn. Við komust þó að nokkrum atriðum og fyrsta er að það borgar sig ekki að fá sér bjór áður en maður byrjar. Þannig að við hættum að fá okkur drykk á 2 holu, því upp kom einbeitingarskortur og klúður. Af minni hálfu mátti alveg búast við frekar lélegum höggum því þetta voru mín fyrstu skref í golfi, en Andri var búinn að æfa nokkuð og hann var ekki par hrifinn af sínum höggum. Ég get þó státað mig af líklegast flottustu vindhöggum því þegar þau komu þá fór ég yfirleitt í heilhring. Þannig að ég bauð mínum hópfélögum upp á ódýr skemmtiatriði. Ég náði líka tveimur flottum púttum, sem gaf okkur holu á pari. Golfmótið tók þó svolítinn tíma því við fórum 9 holur á tæpum 4 tímum og hleyptum 2 hópum á undan okkur. Að lokum settumst við í golfskálin fengum hamborgar og rauðvín, fórum inn í rútu og lögðum af stað heim. Ég var komin sirka um 11 leitið heim. Það var þó ekki æðisleg heimkoma, því ekki var hægt að keyra heim Hringbrautina út af mjög alvarlegu slysi. Ekki veit ég hvað kom fyrir en að öllum líkindum hefur annar hvor aðilinn keyrt of hratt því bílarnir voru í maski og enn var verið að reyna að ná manneskju út úr öðrum bílnum.
Í kvöld er síðan landsleikur í fótbolta. Ég ætla að mæta, þ.e.a.s. verð í miðasölunni að selja síðustu 1000 miðanna. Þá er spurning, hver ætli vinni leikinn??? Lýtur ekki alveg nógu vel út fyrir okkur, en hver veit. Á árum áður var hægt að gera ýmislegt til að gera andstæðinginn frekar óvirkan fyrir leik með t.d. að bjóða á hestbak daginn fyrir eða svo segir ein sagan. En í dag þá verðum við víst að kunna að spila smá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2007 | 14:15
Góð veisla
Þá er loksins komið að því að gera smá skil á veislunni sem ég hélt um daginn. Það var nokkuð um manninn og komst ég að því að nýja íbúðin mín rúmar nokkuð marga. Sérstaklega ef hægt er að skipta niður í hópa og rótera þannig að allir nái að tala saman. Eldhúsið er alltaf vinsæll staður og þangað þurfti fólkið að fara til að ná sér í drykki, svalirnar voru síðan eitthvað uppteknar fyrir þá sem reyktu, en í stofunni var hægt að fá sér eitthvað að snæða og þar var setið við og mikið talað. Ég tók nefnilega eftir því að stórkostlegu græjurnar sem ég á voru ekki notaðar. Ég held að diskur með jasslögum Kiri Te Kanawa rúllaði tvisvar í gegn og síðan enginn önnur tónlist. Það er svona þegar fjöldi kvenna kemur saman, þá þarf að tala aðeins. Ef minnið fer rétt með, þá sátum við frekar lengi að og síðan var farið niður í bæ. Ég er svona hægt og rólega að fara að komast að því að ég er að verða of gömul í þetta næturbrölt þó það sé skemmtilegt. Laugardagurinn var nokkuð erfiður og þá átti eftir að taka til og gera huggulegt til að hægt væri að fleygja sér í sófann og horfa á sjónvarpið.
Annað sem hefur á daga mína drifið er ekki mikið til frásagnar. Nema kannski það að kórinn minn var að fá nýtt æfingahúsnæði í Söngskóla Sigurðar Dements og gekk síðasta æfing rosalega vel. Við erum búin að lesa yfir Gloríuna eftir Poulenc og er hún ofboðslega falleg. Ef þið trúið mér ekki þá getið þið farið á YouTube og skráð í leit Poulenc+Gloria og hlustað á nokkra kafla. Á næstu æfingu þá munum við byrja á hinu verkinu sem er eftir Arhur Honegger. Það verður hins vegar nokkuð spennandi því ég hef aldrei heyrt það verk og ég býst við því að það sé krefjandi raddlega.
Nú er ég búin að vera hjá Jóni söngkennara 2svar og fékk það verkefni að læra sem flestar aríur eftir Handel sem ég á. Þannig að nú er ég að læra Aríur úr Messías og Rinaldo. Áður valdi ég mér frekar að syngja ljóð, en er að komast að því að það væri nú ekki verra að geta tekið nokkrar aríur. Sérstaklega þegar maður skoðar það "repertuar" sem er fyrir mína raddlegu. Svo nú er ekki annað en að læra þær vel, drífa sig svo með þær til Gerrit til frekari vinnslu og finna svo ný verk. Dugar ekkert annað en að halda bara áfram..
Svona eitt að lokum því í dag er ég að fara með vinnunni í Golfmót og þar sem ég hef ekki snert golfkylfu þá er ég pöruð með vanari spilara og fæ í 55 í forgjöf. Mér líst rosalega vel á það því þá get ég með góðu móti slegið út í skurð og reynt að komast á völlinn aftur án þess að mikið verði kvartað yfir mér. Þannig að ég kveð ykkur í bili hér og vona að þið sem kíkið hingað inn til að fylgjast með mér, fyrirgefið letina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 12:02
Fyrsta kóræfingin í kvöld og ég hlakka til...
Fyrsta kóræfing vetrarins í kvöld og ég er farin að hlakka mikið til. Kórinn sem ég er í heitir Vox academica og stjórnandi er Hákon Leifsson. Síðustu vetur höfum við verið að færa okkur upp á skaftið og tekið nokkur af flottustu verkum tónbókmentanna, eins og Messias eftir Handel, Mozart Requiem, Ein Deutsches Requiem eftir Brahms, Magnificat eftir Bach og þetta ár verður engin eftirbátur í þeim efnum. Ákveðið hefur verið að taka á tónleikum okkar þann 1. desember Gloriu eftir Poulenc, Cantate de Nöelle eftir Arthur Honegger auk kafla úr öðrum stórverkum. En það sem ég hlakka mest til er að flytja Verdi Requiem þann 5. apríl með Kristni Sigmundssyni, stórhljómsveit auk annarra söngvara sem ekki er vitað um í dag hverjir verða en ég skal leyfa ykkur að fylgjast með.
Í raun hlakka ég alltaf mest til er að takast á við verkefni sem ég hef ekki sungið áður og hefur Voxið eins við köllum kórinn gefið mér þetta tækifæri. Síðustu ár hef ég sungið ótrúlega mikið af verkum sem ég kannski þekkti lítið áður, einu sinni heyrt en núna farin að þykja vænt um. Svo höfum við líka verið með hljómsveit Jón Leifs Camerata sem er eingöngu skipuð tónlistarmönnum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur það samstarf verið alveg frábært. Stjórnandi kórsins hefur líka unnið ofboðslega vel með okkur og hljómur kórsins vaxið mikið ár frá ári og að okkar mati að verða nokkuð góður konsertkór. Við megum líka þakka Jóni Þorsteinssyni tenór, hann hefur séð um raddþjálfun okkar síðustu ár og höfum við kórfélagar fundið mikla breytingu á okkur sem söngvurum.
Þá er ég búin að hæla kórnum nokkuð og veit ég vel að ég er hlutdræg. En ef þið trúið mér ekki þá er bara að fylgjast með auglýsingum og mæta á tónleika og dæma sjálfur.
p.s. það vantar alltaf tenór og bassa í kórinn. Svo ef þið hafið áhuga endilega kíkið á heimasíðu kórsins og þar eru meiri upplýsingar um við hvern er best að hafa samband við.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 10:39
Afmælisdagur
Jæja, þá er ég orðin 38 ára gömul og lífið yndislegt.
Fyrsti skóladagur dóttur minnar og þegar ég fylgdi henni í skólann í morgunn þá varð ég svolítið meyr. Litla stelpan mín orðin stór og svo tilbúinn að takast á við næstu verkefni. Ekki datt mér í hug að maður upplifði þessa tilfinningu svo sterka.
Var í söngtíma í gær og þetta var frábær tími. Það er svo margt að gerast hjá mér raddlega og röddin að stækka og farin að hljóma svo miklu meira að ég á erfitt með að lýsa þeirri tilfinningu sem ég fæ þegar ég upplifi hljóminn. Þannig að á næstunni mun ég vinna vel í því að festa þessa tilfinningu í líkamann. Segja tölvunni í hausnum á mér að ég vilji framkvæma alltaf þetta þegar ég syng og á endanum munu allir tónar hljóma á sama stað.
Hvað meira get ég sagt ykkur. Jú, ég fann síman minn sem ég tilkynnti týndan um daginn. Leigubílstjórinn fann hann og var hann alveg á milli sætanna í bílnum, þannig að öll þau skipti sem ég hringdi í hann þá heyrðist ekki neitt og það er alveg ótrúlegt, því það heyrist frekar hátt í símanum.
Ég var að baka í gær, sem er nú ekki neitt merkilegt. Nema það að ég er búin að vera frekar óheppin með öryggiskerfið sem ég er með. Það kom óvart einhver reykur úr ofninum og kerfið byrjaði að væla eins og ég veit ekki hvað. Einn nágranninn reyndi að koma mér til bjargar og komst að því að reykskynjarinn var bara laus ekki fastur á sínum stað. Síðan virkaði kóðinn ekki og ég hringdi í Securitas sem gat ekki slökkt á þessu væli fyrir mig. Á endanum fattaði ég að nota fjarstýringuna og þá loksins hætti þetta að væla. Gallinn við þetta er að ég er nýbúin að kaupa þessa íbúð og það er búið að væla í kerfinu sirka 4 sinnum síðan ég flutti inn. Ég er farin að vorkenna nágrönnunum að hafa mig í stigaganginum. Sérstaklega þar sem þeir fengu vælið í gærkvöldi og svo fá þeir partý yfir sig í kvöld. Ætli ég verði ekki að vera frekar róleg fram að jólum ef ég ætla að reyna að hafa góða nágranna.
Eitt fyndið get ég líka sagt ykkur. Við erum 2 í vinnunni á 13 manna vinnustað sem eigum afmæli í dag. Hún heitir Þórarna og ég Þóra. Við eigum báðar bræður sem heita Guðmundur og við byrjuðum með viku millibili í þeirri vinnu sem við erum núna. Svolítið öflugt á samt svona litlum vinnustað.
Að lokum þá óska ég öllum þeim sem eiga afmæli í dag, til hamingju með daginn og ég óska þess að þið munið njóta hans eins vel og ég mun gera í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2007 | 10:56
Myndum bætt inn....
jæja, þá er ég byrjuð að hlaða inn myndum af fjölskyldunni. Það mun taka mig smá tíma að byrja á almennum skrifum um það sem mig langar að deila með ykkur.
Helgin var nokkuð skemmtileg, við vinkonurnar borðuðum saman hjá mér. Fórum síðan út á lífið og kvöldið var yndislegt. Það versta við það þó var að ég tapaði símanum mínum. Glænýr Sony Ericsson W610i, þannig að ef þið sjáið svona síma eigandalausan þá megið þið endilega láta mig vita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þóra H. Passauer
Bloggvinir
Alls konar upplýsingar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar