24.8.2007 | 10:39
Afmælisdagur
Jæja, þá er ég orðin 38 ára gömul og lífið yndislegt.
Fyrsti skóladagur dóttur minnar og þegar ég fylgdi henni í skólann í morgunn þá varð ég svolítið meyr. Litla stelpan mín orðin stór og svo tilbúinn að takast á við næstu verkefni. Ekki datt mér í hug að maður upplifði þessa tilfinningu svo sterka.
Var í söngtíma í gær og þetta var frábær tími. Það er svo margt að gerast hjá mér raddlega og röddin að stækka og farin að hljóma svo miklu meira að ég á erfitt með að lýsa þeirri tilfinningu sem ég fæ þegar ég upplifi hljóminn. Þannig að á næstunni mun ég vinna vel í því að festa þessa tilfinningu í líkamann. Segja tölvunni í hausnum á mér að ég vilji framkvæma alltaf þetta þegar ég syng og á endanum munu allir tónar hljóma á sama stað.
Hvað meira get ég sagt ykkur. Jú, ég fann síman minn sem ég tilkynnti týndan um daginn. Leigubílstjórinn fann hann og var hann alveg á milli sætanna í bílnum, þannig að öll þau skipti sem ég hringdi í hann þá heyrðist ekki neitt og það er alveg ótrúlegt, því það heyrist frekar hátt í símanum.
Ég var að baka í gær, sem er nú ekki neitt merkilegt. Nema það að ég er búin að vera frekar óheppin með öryggiskerfið sem ég er með. Það kom óvart einhver reykur úr ofninum og kerfið byrjaði að væla eins og ég veit ekki hvað. Einn nágranninn reyndi að koma mér til bjargar og komst að því að reykskynjarinn var bara laus ekki fastur á sínum stað. Síðan virkaði kóðinn ekki og ég hringdi í Securitas sem gat ekki slökkt á þessu væli fyrir mig. Á endanum fattaði ég að nota fjarstýringuna og þá loksins hætti þetta að væla. Gallinn við þetta er að ég er nýbúin að kaupa þessa íbúð og það er búið að væla í kerfinu sirka 4 sinnum síðan ég flutti inn. Ég er farin að vorkenna nágrönnunum að hafa mig í stigaganginum. Sérstaklega þar sem þeir fengu vælið í gærkvöldi og svo fá þeir partý yfir sig í kvöld. Ætli ég verði ekki að vera frekar róleg fram að jólum ef ég ætla að reyna að hafa góða nágranna.
Eitt fyndið get ég líka sagt ykkur. Við erum 2 í vinnunni á 13 manna vinnustað sem eigum afmæli í dag. Hún heitir Þórarna og ég Þóra. Við eigum báðar bræður sem heita Guðmundur og við byrjuðum með viku millibili í þeirri vinnu sem við erum núna. Svolítið öflugt á samt svona litlum vinnustað.
Að lokum þá óska ég öllum þeim sem eiga afmæli í dag, til hamingju með daginn og ég óska þess að þið munið njóta hans eins vel og ég mun gera í dag.
Um bloggið
Þóra H. Passauer
Bloggvinir
Alls konar upplýsingar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ skvís, til lukku með daginn Eigðu yndislegan dag í allan dag og kvöld líka Sjáumst !!!!
Rósa (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.