28.8.2007 | 12:02
Fyrsta kóræfingin í kvöld og ég hlakka til...
Fyrsta kóræfing vetrarins í kvöld og ég er farin að hlakka mikið til. Kórinn sem ég er í heitir Vox academica og stjórnandi er Hákon Leifsson. Síðustu vetur höfum við verið að færa okkur upp á skaftið og tekið nokkur af flottustu verkum tónbókmentanna, eins og Messias eftir Handel, Mozart Requiem, Ein Deutsches Requiem eftir Brahms, Magnificat eftir Bach og þetta ár verður engin eftirbátur í þeim efnum. Ákveðið hefur verið að taka á tónleikum okkar þann 1. desember Gloriu eftir Poulenc, Cantate de Nöelle eftir Arthur Honegger auk kafla úr öðrum stórverkum. En það sem ég hlakka mest til er að flytja Verdi Requiem þann 5. apríl með Kristni Sigmundssyni, stórhljómsveit auk annarra söngvara sem ekki er vitað um í dag hverjir verða en ég skal leyfa ykkur að fylgjast með.
Í raun hlakka ég alltaf mest til er að takast á við verkefni sem ég hef ekki sungið áður og hefur Voxið eins við köllum kórinn gefið mér þetta tækifæri. Síðustu ár hef ég sungið ótrúlega mikið af verkum sem ég kannski þekkti lítið áður, einu sinni heyrt en núna farin að þykja vænt um. Svo höfum við líka verið með hljómsveit Jón Leifs Camerata sem er eingöngu skipuð tónlistarmönnum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur það samstarf verið alveg frábært. Stjórnandi kórsins hefur líka unnið ofboðslega vel með okkur og hljómur kórsins vaxið mikið ár frá ári og að okkar mati að verða nokkuð góður konsertkór. Við megum líka þakka Jóni Þorsteinssyni tenór, hann hefur séð um raddþjálfun okkar síðustu ár og höfum við kórfélagar fundið mikla breytingu á okkur sem söngvurum.
Þá er ég búin að hæla kórnum nokkuð og veit ég vel að ég er hlutdræg. En ef þið trúið mér ekki þá er bara að fylgjast með auglýsingum og mæta á tónleika og dæma sjálfur.
p.s. það vantar alltaf tenór og bassa í kórinn. Svo ef þið hafið áhuga endilega kíkið á heimasíðu kórsins og þar eru meiri upplýsingar um við hvern er best að hafa samband við.
Um bloggið
Þóra H. Passauer
Bloggvinir
Alls konar upplýsingar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ og takk fyrir síðast. Á ekkert að skrifa neitt meira? Kv. Nellý
Nellý (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.