8.9.2007 | 12:26
Golfmót - Hnit Open
Jæja, það fór nú ekki alveg eins vel og ég vonaði. Þvílík meðalmennska, við Andri lentum í 5 sæti og þar með misstum við meira segja af verðlaunum þeirra sem notuðu mest völlinn. Það voru Halldór og Viðar, sem unnu gólfmótið í ár, báðir með 50 í forgjöf, en það í raun skipti ekki máli því þeir fóru völlinn á 43 höggum. Við Andri ákváðum að fyrir næsta ár þá myndum við annaðhvort hækka hans forgjöf, eingöngu hægt ef hann skilar alltaf inn hærra skori eða þá að ég þurfi að fara að taka upp golf og æfa stíft. Það verður að koma í ljós hvor aðferðin verður valinn. Við komust þó að nokkrum atriðum og fyrsta er að það borgar sig ekki að fá sér bjór áður en maður byrjar. Þannig að við hættum að fá okkur drykk á 2 holu, því upp kom einbeitingarskortur og klúður. Af minni hálfu mátti alveg búast við frekar lélegum höggum því þetta voru mín fyrstu skref í golfi, en Andri var búinn að æfa nokkuð og hann var ekki par hrifinn af sínum höggum. Ég get þó státað mig af líklegast flottustu vindhöggum því þegar þau komu þá fór ég yfirleitt í heilhring. Þannig að ég bauð mínum hópfélögum upp á ódýr skemmtiatriði. Ég náði líka tveimur flottum púttum, sem gaf okkur holu á pari. Golfmótið tók þó svolítinn tíma því við fórum 9 holur á tæpum 4 tímum og hleyptum 2 hópum á undan okkur. Að lokum settumst við í golfskálin fengum hamborgar og rauðvín, fórum inn í rútu og lögðum af stað heim. Ég var komin sirka um 11 leitið heim. Það var þó ekki æðisleg heimkoma, því ekki var hægt að keyra heim Hringbrautina út af mjög alvarlegu slysi. Ekki veit ég hvað kom fyrir en að öllum líkindum hefur annar hvor aðilinn keyrt of hratt því bílarnir voru í maski og enn var verið að reyna að ná manneskju út úr öðrum bílnum.
Í kvöld er síðan landsleikur í fótbolta. Ég ætla að mæta, þ.e.a.s. verð í miðasölunni að selja síðustu 1000 miðanna. Þá er spurning, hver ætli vinni leikinn??? Lýtur ekki alveg nógu vel út fyrir okkur, en hver veit. Á árum áður var hægt að gera ýmislegt til að gera andstæðinginn frekar óvirkan fyrir leik með t.d. að bjóða á hestbak daginn fyrir eða svo segir ein sagan. En í dag þá verðum við víst að kunna að spila smá.
Um bloggið
Þóra H. Passauer
Bloggvinir
Alls konar upplýsingar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja- há.... þú er greinilega bara slilli í gólf íþróttinni.....
hehe.... kannksi er hægt að tengja söng og ferðalög við hana... hmm...
well. bara að kvitta fyrir því að hafa komið inn.. !
ari (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.