Kveðja til afa, Guðmund Jónsson

Við kveðjum í hinsta sinn með miklum söknuði hann afa okkar, vel vitandi að hann er komin á góðan stað. Okkur langar að minnast tíma okkar á Hagamelnum og þeirra frábæru stunda sem við áttum þar með afa og ömmu. Hagamelurinn var okkar annað heimili og þar fengum við oft að gista. Þá sá afi um að viðhalda barnatrúnni og fór með faðirvorið með okkur þegar kominn var háttatími. Hann var líka duglegur að stunda sundið og við fengum oft að fljóta með. Afi þekkti alla á leiðinni út í Vesturbæjarlaug og við munum vel hvað við vorum stolt þegar hann kynnti okkur fyrir fólkinu og sagðist vera svo ríkur að eiga okkur. Það var fátt sem haggaði afa og hann tók flestu með stóískri ró. Einu sinni sem oftar fengum við að fara með afa á tónleika. Hann var að fara að syngja í óperunni Ótelló í Háskólabíó, uppáklæddur í kjól og hvítt. Á leiðinni út í bíó var keyrt inn í hliðina á volvónum. Afi steig út úr bílnum alveg pollrólegur. Hann sagði mönnunum að hann væri smá tímabundinn, væri að fara að syngja og þetta yrði bara leyst seinna. Stuttu síðar var afi mættur á réttum tíma og tróð upp án þess að láta nokkuð á sig fá. Svo blikkaði hann til okkar í miðju klappi, en það gerði hann oft. Ein jólin var mamma með ákveðið þema í gangi heima hjá okkur og allt var skreytt í rauðu, grænu og könglum. Þá fórum við bara til ömmu og afa og skreyttum tréð hjá þeim. Þar voru jólakúlurnar marglitar og af ýmsum gerðum. Á jóladag fórum við alltaf með afa niður í Útvarp á jólaball. Það fannst okkur frábært og eftir ballið sá afi um að útdeila “slikkeríi” og jólaeplum til allra krakkanna. Afi var ekki mjög handlaginn en hann var hins vegar einstaklega góður í að pakka fyrir ferðalög. Einu sinni vorum við að fara austur í bústað í Laugardalnum og afi var búinn að troða svo miklu í skottið að bílinn tók niðri í fyrstu beygju. Þá var snúið við, létt aðeins á farminum og farnar tvær ferðir. Minningarnar eru margar og góðar og þegar við byrjuðum að rifja upp æsku okkar í sameiningu komu endalaust fleiri upp í hugann og við fylltumst gleði og þakklæti. Hann var afi okkar og lét okkur aldrei gleyma hversu vænt honum þótti um barnabörnin sín. Elsku afi, við þökkum þér og ömmu samfylgdina. Við erum rík að hafa átt ykkur.

Þóra og Mummi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra H. Passauer

 

Þóra Hermannsdóttir Passauer
Þóra Hermannsdóttir Passauer

39 átta ára gömul á dóttur sem heitir Ástríður. Einnig á ég frábæra vini, er í skemmtilegum og góðum konsert kór og þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég að læra að syngja, halda heimili, út á KR, í Ketilbjöllum og að njóta lífsins.

Ps. Elska að bjóða skemmtilegu fólki í mat og spjall.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Helena og Ástríður sumarið 2008
  • Ástríður og Helena sumarið 200
  • Vox academica

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband