Yndisleg helgi framundan og góðir tímar.

Er að fara í sumarbústað á eftir með dóttur mína, vinkonu minni og sonum hennar. Þar sem ekki er spáð miklu útveðri þá verður þetta mikil nautnahelgi, góðs matar, sjónvarpsgláps, spilastunda og náttúrulega ögn af rauðvíni fylgir. Ég er búin að hlakka mikið til þessarar helgar þó sérstaklega eftir að afi minn féll frá.

Það sem hefur verið að gerast hjá mér bara síðustu daga að ég bætti smá verkefni á mig. Ég talaði við Garðar Cortes og spurði hvort ég mætti syngja með í Mozart Requiem sem flutt verður í byrjun desember rétt eftir miðnætti. Svarið var já, þannig að nú er ég aðeins að syngja með óperukórnum í þessu verkefni. Kosturinn er að ég kann verkið utanað og þarf eingöngu að einbeita mér að því hvernig Garðar vill flytja verkið. Mér þykir ofboðslega vænt um þetta verk og svo er verið að minnast þeirra tónlistarmanna sem hafa unnið með óperukórnum og hafa látist á árinu og þar er afi minn einn þeirra. Þannig að mér þykir mjög vænt um að taka þátt í þessari uppfærslu. Hlakka mikið til og vona náttúrulega að sem flestir mæti. Síðan er voxið á fullu að æfa fyrir tónleikana 30 nóvember og ég er næstum því búin að læra þau verk utan að þannig að ég er farin að geta einbeitt mér meira að því hvernig Tumi vill flytja þau verk. Þannig að næstu vikur verður mikið um söng, tala nú ekki um ef ég fæ smá tíma hjá Nonna söngkennara til að bæta mig sem söngvara. Miklar framfarir hjá mér og nóg að gera. Smá fréttir af einsöng þá er einn í kórnum mínum organisti hjá óháða söfnuðinum og ég bað um fleiri verkefni þaðan, svo við ætlum að byrja að vinna að einhverjum flottum verkum eftir jól og þá vonandi halda tónleika. Hann er líka með kór þannig að hver veit hvað verður úr því, minnsta kosti er ég mjög spennt fyrir þessu. 

Jæja, þá er komið að því að fara að skrá niður hluti sem þarf að pakka niður og kaupa fyrir ferðalagið í bústaðinn. 

Ég óska ykkur öllum góðrar helgar og þakka hlýjar kveðjur til mín og fjölskyldu síðustu daga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra H. Passauer

 

Þóra Hermannsdóttir Passauer
Þóra Hermannsdóttir Passauer

39 átta ára gömul á dóttur sem heitir Ástríður. Einnig á ég frábæra vini, er í skemmtilegum og góðum konsert kór og þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég að læra að syngja, halda heimili, út á KR, í Ketilbjöllum og að njóta lífsins.

Ps. Elska að bjóða skemmtilegu fólki í mat og spjall.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Helena og Ástríður sumarið 2008
  • Ástríður og Helena sumarið 200
  • Vox academica

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband