Brjálað að gera

Síðustu daga er búið að vera nokkuð brjálað að gera hjá mér, enda finn ég fyrir smá þreytu. Það eru þó skemmtilegir tímar framundan og ég á eftir að gera allt fyrir jólin. Ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf og það verður örugglega ekki gert fyrr en á síðustu stundu.

Tónleikarnir okkar hjá voxinu gengu rosalega vel og allir ánægðir. Nú bíður maður bara eftir upptökunni til að staðfesta það að okkur hafi gengið nokkuð vel. Vona síðan að við byrjum í næstu viku að æfa Verdi Requiem, það er nefnilega rosalega flott músík og ég hlakka mikið til að flytja það verk. Að öðru þá er ég að fara að syngja Mozart Requiem í nótt með óperukórnum og svo síðasta giggið í bili verður á fimmtudagskvöldið hjá KR konum. Þar mun ég syngja einsöng og dúetta með Kristínu auk þess sem hann Kári ætlar að spila með okkur. Ég er nokkuð viss um að það verði góð stund, enda líka erum við að tala um góðan hóp fólks.

Ég er mikið búin að vera að spá í það hvort ég er að keyra mig of mikið þessa dagana og kemst alltaf að sömu niðurstöðu. Svarið er jú, en á móti þá er svo gaman að syngja og koma fram að það bætir svo mikið tilveruna hjá manni og vonandi um leið veitir öðrum gleði og þá hlýtur þetta að vera í lagi. Síðan segir maður alltaf, þetta reddast og þá er maður í raun búin að afgreiða þá hugsun.  Það sem veitir manni gleði í lífinu verður maður að veita sér tíma til og reyna að útbreiða þann boðskap örlítið. 

Næstu daga verður nóg að gera og svo um helgina þá verður hún Ástríður dóttir mín með sinn fyrsta blokkflautu konsert í Neskirkju og um kvöldið þá koma frændur mínir með börn og konur í mat og ætlum við að eyða skemmtilegri kvöldstund saman. Við mæðgur ætlum síðan að toppa helgina með því að fara á skilaboðaskjóðuna. Eins og ég segi, aldrei dauð stund og mjög gaman.

Þangað til næst, þá kveð ég og óska ykkur alls hins besta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra H. Passauer

 

Þóra Hermannsdóttir Passauer
Þóra Hermannsdóttir Passauer

39 átta ára gömul á dóttur sem heitir Ástríður. Einnig á ég frábæra vini, er í skemmtilegum og góðum konsert kór og þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég að læra að syngja, halda heimili, út á KR, í Ketilbjöllum og að njóta lífsins.

Ps. Elska að bjóða skemmtilegu fólki í mat og spjall.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Helena og Ástríður sumarið 2008
  • Ástríður og Helena sumarið 200
  • Vox academica

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband