Tímaleysi og metnaður ...

Maður er alltaf að kvarta yfir því að hafa ekki nægan tíma fyrir sig til að slappa af, hafa það notalegt og njóta lífsins. Ég held að maður getur kennt sjálfum sér um, minnsta kosti get ég það. Ég var nefnilega að bæta við mig fjarnámi í forritun eins og ég hef verið að gera síðustu ár, nema að þessa önn ætlaði ég að taka mér pásu. En viti menn, ég er búin að skrá mig og meira að segja búin að skila mínu fyrsta verkefni.

Svo ég fari yfir það sem ég er búin að koma mér í fyrir þennan vetur:

  • Í kórnum Vox academica, æfingar á þriðjudagskvöldum, auk einnar mánudagsæfingar í hverjum mánuði, svo er ég í stjórn kórsins og það er nóg að gera þar.
  • Í stjórn húsfélagsins, næg verkefni.
  • Getraunastarf KR - Laugardagsmorgnar af og til.
  • Badminton á fimmtudagskvöldum
  • Fjarnám í forritun, heimalærdómur og verkefnavinna
  • Einsöngstímar og undirleikstímar með meðleikara. Nokkuð mikið um heimalærdóm og svo verð ég að hafa tíma til að æfa mig.

Þetta er náttúrulega bara listi yfir það sem ég geri aukalega því auðvitað þarf ég að halda heimili, vinna, læra með dóttur minni og eiga frábærar stundir með henni. Þannig að af mörgu er að taka þetta árið. Það sem gerir þetta þó skemmtilegt og gott er að ég hef gaman því sem ég er að gera.

Það er líka eitt sem ekki má gleyma og það er að hafa tíma til að hitta vini sína, eyða með þeim stundum og njóta félagsskapar þeirra. Síðan kannski út frá því fara í það að finna manninn sem manni langar að deila lífinu með.Wink

Hvernig er þetta með ykkur hin??

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ, takk fyrir kvöldið á föstudaginn, vonandi skemmtirðu þér eftir að við fórum.

Dagrún (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 19:49

2 Smámynd: Þóra Hermannsdóttir Passauer

hæ,hæ.

Já, takk sömuleiðis. Ég skemmti mér konunglega í smá stund í viðbót og fór síðan heim.

Kveðja,Þóra

Þóra Hermannsdóttir Passauer, 18.9.2007 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra H. Passauer

 

Þóra Hermannsdóttir Passauer
Þóra Hermannsdóttir Passauer

39 átta ára gömul á dóttur sem heitir Ástríður. Einnig á ég frábæra vini, er í skemmtilegum og góðum konsert kór og þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég að læra að syngja, halda heimili, út á KR, í Ketilbjöllum og að njóta lífsins.

Ps. Elska að bjóða skemmtilegu fólki í mat og spjall.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Helena og Ástríður sumarið 2008
  • Ástríður og Helena sumarið 200
  • Vox academica

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband