Carmina Burana 22. nóvember kl. 20.00 í Grafarvogskirkju

Langt síðan síðast og er ástæðan fyrir því að ég er of dugleg í öðru. Nú er komin hins vegar tími til að láta vita af mér aftur og hér kemur smá pistill.

Í söngnum er nóg að gera, ég er búin að vera á fullu að vinna að tónleikum sem ég mun standa fyrir í ágúst 2009. í nægu er að snúast því ég hef komist að því að það er ekki auðvelt að setja saman prógramm fyrir tónleika og sem betur fer á ég nú góða að sem ég get sótt aðstoð til í þeim efnum. Er þó komin með um 30 mínútur af prógramminu og ætla ég að flytja Kindertotenlieder eftir Malher. Þetta er einstaklega fallegur ljóðabálkur og krefst mikillar alúðar í flutningi. Er búin að vera vinna þessi ljóð í sumar og núna í haust en vantar nauðsynlega að ákveða prógramm fyrir seinni part tónleikanna. Er einnig búin að vera á fullu í söngnámi og röddin að stækka og blómstra. S.s. allt að gera sig í þeim efnum.

Kórinn minn Vox academica byrjaði á fullu í september og erum við að fara að flytja Carminu Burana, með 55 manna hljómsveit, flottum einsöngvurum og náttúrulega flottasta kórnum. Wink  

Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju 22. nóvember kl. 20.00  og hægt nálgast miða og upplýsingar um miðaverð á http://www.voxacademica.net

Einnig ætla ég að skella mér norður að syngja Carminu með óperukórnum og fleirum í Varmahlíð. Upplýsingar um þetta ætti að vera hægt að finna http://www.operukorinn.is/wordpress/

Að öðru þá líður tíminn afskaplega hratt og er það nú líklegast af því ég hef mikið að gera. Ástríður dóttir mín blómstrar og er alltaf glöð og ánægð. Hún byrjaði í öðrum bekk og svo eru hún í nokkrum aukagreinum eins og tónlistarskóla, kór, fótbolta hjá KR og í fimleikum. Þetta gerir það að verkum að maður lendir nokkuð mikið í að keyra sækja og senda.  En maður kvartar ekki yfir þessu heldur þakkar fyrir heilbrygði og heilsu barnsins síns. 

Tíðin er þó ekki sú besta núna og yngra fólk þjóðarinnar á barmi gjaldþrots sem gerir það að verkum að margir munu þurfa aðstoð svo þeir þurfi ekki að missa aleiguna sína, steypuna sem þeir settu sig í skuldir yfir. Ég er víst ein af þeim sem keypti bíl með myntkörfuláni, og svo er ég með íbúðarlán sem óvart hækkaði um rúmlega 3 milljónir frá tökudegi. Það mun aldrei lækka aftur en myntkarfan gæti reddast um leið og krónan fer á flot.. Spurningin er samt þessi, viljum við krónu? Getum við hengt krónuna við annan gjaldmiðil svo hún dangli ekki alltaf bara einhversstaðar og 300.000 hræður á stórri eyju vita aldrei í hvorn fótinn þeir eigi að stíga og hverjum sé treystandi. Því þeir sem sögðu að þetta myndi aldrei verða svona eins og það er í dag, eru enn við völd og segja að þetta verði erfitt en lagist. Jæja nú er ég búin að kvarta aðeins, sem er ekki nógu gott því að öllu jöfnu er ég mjög glöð og ánægð manneskja. 

Að lokum þessarar færslu þá verð ég að minna alla þá á sem kíkja hér á og lesa yfir að vera góðir við náungann og sýna vinum og vandamönnum, alúð og umhyggju... Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús knús frá mér á spáni

Rósa (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra H. Passauer

 

Þóra Hermannsdóttir Passauer
Þóra Hermannsdóttir Passauer

39 átta ára gömul á dóttur sem heitir Ástríður. Einnig á ég frábæra vini, er í skemmtilegum og góðum konsert kór og þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég að læra að syngja, halda heimili, út á KR, í Ketilbjöllum og að njóta lífsins.

Ps. Elska að bjóða skemmtilegu fólki í mat og spjall.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Helena og Ástríður sumarið 2008
  • Ástríður og Helena sumarið 200
  • Vox academica

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 624

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband