Mbl Gagnrýni tónleika Vox academica - Verdi Requiem.

Þá erum við loksins búin að fá gagnrýni fyrir tónleikana okkar og eru þetta glæsilegir dómar þó svo að það mætti skrifa ögn meira og kannski setja mynd. Leyfi gagnrýninni að fylgja hér með og vona að hún fái að lifa hérna aðeins. SmileVox academica

Föstudaginn 11. apríl, 2008 - Tónlist

TÓNLIST - Hallgrímskirkja

Dagur reiði, dagur bræði

Kórtónleikar****½ (mest 5)

Verdi: Sálumessa. Flytjendur voru Vox academica og Jón Leifs Camerata undir stjórn Hákons Leifssonar. Einsöngvarar: Sólrún Bragadóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Gissur Páll Gissurarson og Kristinn Sigmundsson. Laugardagur 5. apríl.

ÞEGAR ég var á leiðinni í Hallgrímskirkju á laugardaginn til að hlusta á Sálumessu Verdis hringdi vinkona mín í mig. Ég sagði henni hvert ég væri að fara, og spurði hvort hún ætlaði líka. Nei, hún hafði ekki áhuga. Henni fannst ekkert spennandi að heyra svo lítinn kór sem Vox academica óneitanlega er flytja þetta verk, ásamt smávaxinni kammersveit. Sálumessan væri voldug tónsmíð sem þyrfti voldugan kór og volduga hljómsveit.

Það var nokkuð til í þessu hjá henni. Sálumessa Verdis var á sínum tíma frumflutt af 120 manna kór og 100 manna hljómsveit, en tónskáldið sjálft stjórnaði. Núna átti hún að vera flutt af 75 söngvurum og rúmlega 50 hljóðfæraleikurum.

En upplifunin kom á óvart. Ríkuleg endurómunin í Hallgrímskirkju magnaði söng kórsins og gerði hann breiðan og hljómfagran. Og leikur hljómsveitarinnar kom merkilega vel út undir yfirvegaðri stjórn Hákons Leifssonar.

Hákon vissi upp á hár hvernig átti að nýta hljómburð kirkjunnar. Ekki aðeins varð allt breiðara og stærra, heldur hjálpaði hljómburðurinn til að gera verkið mun ógnvænlegra en maður átti von á. Gott dæmi um það var bassatromma Kjartans Guðnasonar. Kirkjan bókstaflega hristist í hvert sinn sem hún hljómaði. Það var eins og þegar risaeðlan birtist í skóginum í kvikmyndinni Jurassic Park! Pákuleikur Eggerts Pálssonar var líka áhrifamikill og skapaði réttu stemninguna. Þar var dauðinn svo sannarlega nálægur.

Ég man ekki eftir að hafa heyrt upphaf Dies irae-kaflans jafn glæsilegt á tónleikum hér á landi. Það er langlengsti þáttur sálumessunnar, og fjallar um dómsdag. Upphafsorðin eru þessi: „Dagur reiði, dagur bræði, drekki jörð með logaflæði." Kröftugur söngurinn og hljóðfæraleikurinn í hljómburðinum í Hallgrímskirkju gerði að verkum að maður sá það allt ljóslifandi fyrir sér.

Einsöngvarar voru þau Sólrún Bragadóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Gissur Páll Gissurarson og Kristinn Sigmundsson. Þau stóðu sig öll prýðilega. Raddir þeirra blönduðust ákaflega fallega og féllu vel inn í heildarhljóminn. Sérstaklega verður að nefna frammistöðu Sólrúnar, en það bókstaflega geislaði af henni.

Ljóst er að Verdi sneri sér ekki í gröfinni í þetta sinn.

Jónas Sen

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra H. Passauer

 

Þóra Hermannsdóttir Passauer
Þóra Hermannsdóttir Passauer

39 átta ára gömul á dóttur sem heitir Ástríður. Einnig á ég frábæra vini, er í skemmtilegum og góðum konsert kór og þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég að læra að syngja, halda heimili, út á KR, í Ketilbjöllum og að njóta lífsins.

Ps. Elska að bjóða skemmtilegu fólki í mat og spjall.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Helena og Ástríður sumarið 2008
  • Ástríður og Helena sumarið 200
  • Vox academica

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 624

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband