Góð veisla

Þá er loksins komið að því að gera smá skil á veislunni sem ég hélt um daginn. Það var nokkuð um manninn og komst ég að því að nýja íbúðin mín rúmar nokkuð marga. Sérstaklega ef hægt er að skipta niður í hópa og rótera þannig að allir nái að tala saman. Eldhúsið er alltaf vinsæll staður og þangað þurfti fólkið að fara til að ná sér í drykki, svalirnar voru síðan eitthvað uppteknar fyrir þá sem reyktu, en í stofunni var hægt að fá sér eitthvað að snæða og þar var setið við og mikið talað. Ég tók nefnilega eftir því að stórkostlegu græjurnar sem ég á voru ekki notaðar. Ég held að diskur með jasslögum Kiri Te Kanawa rúllaði tvisvar í gegn og síðan enginn önnur tónlist. Það er svona þegar fjöldi kvenna kemur saman, þá þarf að tala aðeins.Wink Ef minnið fer rétt með, þá sátum við frekar lengi að og síðan var farið niður í bæ. Ég er svona hægt og rólega að fara að komast að því að ég er að verða of gömul í þetta næturbrölt þó það sé skemmtilegt. Laugardagurinn var nokkuð erfiður og þá átti eftir að taka til og gera huggulegt til að hægt væri að fleygja sér í sófann og horfa á sjónvarpið.

Annað sem hefur á daga mína drifið er ekki mikið til frásagnar. Nema kannski það að kórinn minn var að fá nýtt æfingahúsnæði í Söngskóla Sigurðar Dements og gekk síðasta æfing rosalega vel. Við erum búin að lesa yfir Gloríuna eftir Poulenc og er hún ofboðslega falleg. Ef þið trúið mér ekki þá getið þið farið á YouTube og skráð í leit Poulenc+Gloria og hlustað á nokkra kafla. Á næstu æfingu þá munum við byrja á hinu verkinu sem er eftir Arhur Honegger. Það verður hins vegar nokkuð spennandi því ég hef aldrei heyrt það verk og ég býst við því að það sé krefjandi raddlega.

Nú er ég búin að vera hjá Jóni söngkennara 2svar og fékk það verkefni að læra sem flestar aríur eftir Handel sem ég á. Þannig að nú er ég að læra Aríur úr Messías og Rinaldo.  Áður valdi ég mér frekar að syngja ljóð, en er að komast að því að það væri nú ekki verra að geta tekið nokkrar aríur. Sérstaklega þegar maður skoðar það "repertuar" sem er fyrir mína raddlegu.  Svo nú er ekki annað en að læra þær vel, drífa sig svo með þær til Gerrit til frekari vinnslu og finna svo ný verk. Dugar ekkert annað en að halda bara áfram..

Svona eitt að lokum því í dag er ég að fara með vinnunni í Golfmót og þar sem ég hef ekki snert golfkylfu þá er ég pöruð með vanari spilara og fæ í 55 í forgjöf. Mér líst rosalega vel á það því þá get ég með góðu móti slegið út í skurð og reynt að komast á völlinn aftur án þess að mikið verði kvartað yfir mér. Þannig að ég kveð ykkur í bili hér og vona að þið sem kíkið hingað inn til að fylgjast með mér, fyrirgefið letina.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra H. Passauer

 

Þóra Hermannsdóttir Passauer
Þóra Hermannsdóttir Passauer

39 átta ára gömul á dóttur sem heitir Ástríður. Einnig á ég frábæra vini, er í skemmtilegum og góðum konsert kór og þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég að læra að syngja, halda heimili, út á KR, í Ketilbjöllum og að njóta lífsins.

Ps. Elska að bjóða skemmtilegu fólki í mat og spjall.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Helena og Ástríður sumarið 2008
  • Ástríður og Helena sumarið 200
  • Vox academica

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband