Góðar fréttir

Ég fékk símtal frá einum minna eldri og betri vina í gærkveldi. Hann var á leið til Köben í afslöppun eftir mikla vinnutörn. Hann tjáði mér það að hann og konan væru að fjölga mannkyninu. Rosalega varð ég glöð að heyra þetta, sérstaklega þegar tímarnir hafa verið svolítið erfiðir. Þannig að búist er við yndislegu vori.

Að öðru, þá er ég búin að vera að vinna svo mikið að á aðfangadag verð ég að öllum líkindum eins og VR auglýsingarnar, sofandi ofan í jólagrautnum. Kannski verður það ekki svo slæmt en eins og staðan er núna þá hef ég unnið frá morgni til kvölds alla þessa viku auk helganna. Þó að vinnan sé mikil þá er náttúrulega líka mikið að gera í söngnum þessar vikur. Þessa viku voru 3 kóræfingar, mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Verst var þó að ég er búin að vera jafnt og þétt að missa röddina, þannig að á endanum hringdi ég í Einar Thor. lækni og fékk tíma. Svo staðan núna er sú að ég er að fara í steragufu nr. 3 á eftir, auk þess sem ég er komin á rótsterk fúkkalyf og það "besta" var að hann sprautaði í tungurótina deyfilyfi svo ég næði afslöppun. Þetta hafði víst eitthvað að gera með álagið síðustu vikurnar. Nóg um þetta, ég er á batavegi, röddin að koma aftur og ég get sungið alla helgina. Þarf nefnilega helst að vera á 2 æfingum á sama tíma, æfingabúðir settar á sama tíma hjá kórunum sem ég syng með. Þá er bara að skipta jafnt á milli.

Munið svo að mæta 30. nóvember í Langholtskirkju að hlusta á Vox academica flytja Gloriu e. Poulenc og Jólakantötu e. Honegger, 50 manna hljómsveit og 2 ungum einsöngvurum, Bylgju Dís Gunnarsdóttur sópran og Benedikt Ingólfssyni Barítón. Þið fáið þá líka að heyra Hallelúja kórinn úr Messías og eitthvað fleira.

Hlakka til að sjá ykkur.Smile

Í kvöld er síðan aðalfundur ArcÍs sem er notendafélag um ESRI hugbúnað. Það verður örugglega gaman og kannski sérstaklega þar sem ég loksins hef nægilega ástæðu til að draga mig út úr stjórn og hætta sem formaður. Ég er búin að vera lengi formaður og þetta hefur verið rosalega gaman en nú er komin tími á að nýir félagar taki völdin og geri betur.

Annað er svo sem lítið í fréttum, lífið gengur sinn vanagang og ég er farin að hlakka til jólanna.

Óska öllum góðrar helgar Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra H. Passauer

 

Þóra Hermannsdóttir Passauer
Þóra Hermannsdóttir Passauer

39 átta ára gömul á dóttur sem heitir Ástríður. Einnig á ég frábæra vini, er í skemmtilegum og góðum konsert kór og þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég að læra að syngja, halda heimili, út á KR, í Ketilbjöllum og að njóta lífsins.

Ps. Elska að bjóða skemmtilegu fólki í mat og spjall.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Helena og Ástríður sumarið 2008
  • Ástríður og Helena sumarið 200
  • Vox academica

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband