Hvað er að frétta.......

Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér. Var að syngja Verdi Requiem um helgina fyrir troðfullri Hallgrímskirkju. Þetta var geggjuð og magnþrungin upplifun. Rúv tók upp tónleikana og ég skal láta vita þegar á að flytja þá í útvarpinu.Smile  Einsöngvararnir voru æðislegir, hljómsveit frábær og við Voxið geggjuð. Þetta er náttúrulega bara mitt mat, en þeir sem hafa talað við mig eftir tónleika eru á sama máli. 

Að öðru söngtengdu þá er ég að fara að taka mér nokkuð góðan tíma í að þjálfa mína rödd, mikið af söngtímum, mastersklössum og sjálfsnámi framundan. Stefni á að vinna að Bach kantötu með Kára organista. Stefni líka að því að bjóða fram söng minn í Neskirkju. Vera dugleg að æfa mig og fá þjálfun. Verð eitthvað á vappinu erlendis, fer til Danmerkur og svo á ráðstefnu í San Diego CA. Þannig að það er í nægu að snúast.

Af fjölskyldulífinu er það að frétta að dóttirin dafnar rosalega vel, hún blómstrar í því sem hún gerir. Alltaf á útopnu í að hreyfa sig, syngur eins og engill í kórnum sínum og spilar eins og herforingi á blokkflautuna sína auk þess sem hún stefnir hátt sem tónskáld. Hún hefur verið dugleg að setjast við píanóið og búa til lög og texta, auk þess að grípa í blokkflautuna til að fá fjölbreytnina. Ég vona bara að þetta þróist áfram og að hún njóti þess rosalega að halda áfram tónlistarnáminu.

Ég læt þetta duga í bili..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís, leiðinlegt að missa af tónleikum, ég sem er alltaf til í að fá menningu beint í æð

Knús handa ykkur mæðgum  og vonandi kemur vor á klakann fljótlega :d

Rósa (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra H. Passauer

 

Þóra Hermannsdóttir Passauer
Þóra Hermannsdóttir Passauer

39 átta ára gömul á dóttur sem heitir Ástríður. Einnig á ég frábæra vini, er í skemmtilegum og góðum konsert kór og þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég að læra að syngja, halda heimili, út á KR, í Ketilbjöllum og að njóta lífsins.

Ps. Elska að bjóða skemmtilegu fólki í mat og spjall.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Helena og Ástríður sumarið 2008
  • Ástríður og Helena sumarið 200
  • Vox academica

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 624

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband