Masterklassi á Mön hjá Sólrúnu Bragadóttur - Maturinn....

Þá er komið að því að segja ykkur örlítið frá þessari reynslu minni...

Ég kom til Sólrúnar að Hjelmvej á Mön þann 21. júlí 2007, allir þátttakendur mættir og kynning hafinn á vikudagskránni. Það sem mér þótti svo frábært við þennan mastersklassa í söng var að það var unnið í öllu, s.s. mataræði, sálartetrinu, söngnum, tónlistinni og öllu því sem viðkemur því að viðhalda góðri rödd.

Við vorum 4 á námskeiðinu, Auður frá Selfossi, Bragi frá Reykjavík, Peter frá Kaupmannahöfn og ég frá vesturbænum(Reykjavík). Auður og ég deildum saman herbergi á næsta bæ og hjóluðum eða gengum á milli (3km).

Við vöknuðum frekar snemma þessa daga og fengum þá beiðni um að tala ekki við neinn, heilsa ekki neinum og allgjörlega einbeita okkur að okkur sjálfum. Þetta var smá erfitt þar sem ég og Auður deildum saman herbergi þó sérstaklega þar sem gemsarnir okkar voru notaðir sem vekjaraklukkur, en auðvitað gekk þetta upp. Okkur fannst þetta nú smá skrítið en þegar á reyndi þá leist okkur bara vel á þetta. Við hittumst síðan öll klukkan 8:30 í Soloperasalen hvern morgunn og var farið í öndun og svo íhugun í sirka 30 mínútur. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei prófað svona áður og mér leist bara þræl vel á þetta.  Þegar þessu síðan lauk þá fengum við morgunnmat, eingöngu ávexti.....

Morgunmaturinn var s.s. ávextir, ofboðslega girnilegir og eins mikið og við gátum í okkur látið..

Ég ætla ekki að skrifa um allt núna, framhald kemur síðar. En mig langar að til að skrifa um mataræðið þessa vikuna.  Það var t.d. heimabakað speltbrauð með allskonar gúmmelaði og bakað með lyftidufti í stað gers og brauðið var yndislega, æðislega gott.Smile

Hádegismaturinn var aðalmáltíðin og fengum við mikið af sallati, súpum og snilldarréttum með sojakjöti (segir maður sojakjöt?) dýrindis fiskrétti og hvað get ég nefnt.  Það var alltaf eitthvað með kaffinu, mest þó ávextir, stundum heilsukökur. Ég drakk eiginlega ekkert kaffi og ekki dropa af hvítvíni, rauðvíni né bjór...  Kvöldmaturinn var léttur, mikið salat auk þess sem við fengum þetta dýrindis brauð með alls konar smuráleggi, rjómaostum og pestó.

Í dag er ég búin að skrifa um matinn, íhugun og smá öndun. Margt af þessu mun ég viðhalda, eins og ávöxtum í morgunnmat, hætta að kaupa brauð, bara einfaldlega baka það. Prufaði það um daginn, það tók stuttan tíma og var ekkert mál. Ég var líka mjög hrifin af súpunum, sem voru eingöngu úr fersku grænmeti, jurtum og smá rjóma. T.d. síðasta laugardagskvöld borðum við nokkrar vinkonur saman heima hjá mér og var ég með Spínat-fajhitas, sem gerði rosa lukku. Ég er þó ekki alveg búin að segja bless við kjötið enda þykir mér það mjög gott. Það er bara skoða hvað fer saman með því og bjóða fram meira af sallati en þetta hefðbundna.

Þannig að þessi vika hjá Sólrúnu breytti ansi miklu um það hvernig ég bý til mat, hvað mig langar að borða til að hafa hollt og gott mataræði. Hef líka komist að því að mér líður betur raddlega við að hafa gert smá breytingu á matnum. Svo til að enda þennan pistil á góðan hátt þá skiptir mataræðið örugglega um 70% af því að halda líkamanum með besta móti.

Næsti kafli af Mastersklassanum verður um raddæfingarnar og vinnuna í kringum sálartetrið..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra H. Passauer

 

Þóra Hermannsdóttir Passauer
Þóra Hermannsdóttir Passauer

39 átta ára gömul á dóttur sem heitir Ástríður. Einnig á ég frábæra vini, er í skemmtilegum og góðum konsert kór og þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég að læra að syngja, halda heimili, út á KR, í Ketilbjöllum og að njóta lífsins.

Ps. Elska að bjóða skemmtilegu fólki í mat og spjall.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Helena og Ástríður sumarið 2008
  • Ástríður og Helena sumarið 200
  • Vox academica

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband