lífið og tilveran og tenórleysi :)

Loksins sest ég smá stund niður og skrifa um það sem hefur gerst hjá mér uppá síðkastið.

Þann 11. október eignaðist ég frænda í Austurríki. Ute systir eignaðist sinn annan son sem var nefndur Leonhard. Þeir bræður hafa falleg og stór nöfn því eldri strákurinn heitir Konstantin. Svo nú þarf stóra frænka að fara í 66° norður að kaupa vetragallann á strákinn svo honum verði nú ekki kalt.

Síðan er ég byrjuð að reyna að koma mér aðeins á framfæri og hef fengið tækifæri í að syngja einsöng í messum. það hefur gengið mjög vel og ég hef haft mikið gaman af því. Mikið að gerast raddlega og röddin að stækka mikið. Það gæti komið til þess að ég skoði að fara í meira nám, erlendis. En svo stóra ákvörðun þarf að hugsa vel því margt þarf að skoða, þá sérstaklega hvað varðar dóttur mína. Þannig að núna stend ég á ákveðnum tímamótum og er ekki alveg viss um hvort ég tek hægri eða vinstri beygju. Það góða í þessu þó að það er komið vist sjálfstraust í mig hvað varðar sönginn og mér líður voðalega vel. Kennarinn minn er einstaklega góður og síðan hef ég notið stuðnings Gerrit hvað varðar tónlistina sem ég er að syngja.

Svo er kórinn komin á fullt, það eru tónleikar hjá okkur 30. nóvember í Langholtskirkju kl: 20.00. Við ætlum að flytja Gloriu eftir Poulenc og Une Cantate des Noel eftir Arthur Honegger, auk þess sem teknir verða kafli úr Magnificat eftir Bach og svo Hallelúja kórinn úr Messías eftir Handel. Við erum með 2 einsöngvara, Bylgju Dís sópran og Benedikt barítón, auk þess sem 50 meðlimir sinfóníuhljómsveitar Íslands spila með okkur undir nafninu Jón Leifs Camerata. Þetta verða æðislegir tónleikar. Æfingarnar hafa gengið mjög vel en það er búið að vera vandamál hjá okkur eins og mörgum öðrum kórum hvað fáir tenórar eru í blöndum kórum. Hér með auglýsir Vox academica eftir tenórum og vil ég vinsamlegast biðja þá sem hafa áhuga á að vera með okkur að hafa samband á voxacademica@gmail.com . Það er síðan spurning hvort hann Kári Stefánsson geti skoðað þetta gen sem tenórar eru með og kannski komið með tillögur að úrbótum. Þó svo að það sé of seint fyrir okkur núna. Kórinn er nefnilega að fá frábæra dóma og í raun eina gagnrýnin sem við fáum er karlahallæri eða karlaleysi og okkur langar svolítið að breyta þessu.

Annars er lífið nokkuð frábært og leikur það við mann. Dóttur minni gengur rosalega vel í skólanum og er hún mjög ánægð með sig, lífið, fjölskyldu sína og félaga. Hún stækkar ört og er mikill gleðigjafi. Við erum búnar að vera að vinna saman að því að búa til jól í skókassa og munum við skila því inn seinna í dag eða á morgunn. Svo er pabbi Ástríðar að flytja í vesturbæinn og kominn í sama skólahverfi þannig að við mæðgur erum glaðar yfir því. Auðveldar lífið og gerir allt miklu þægilegra fyrir alla. Við vonum að vesturbærinn verði honum jafn góður og hann hefur verið fyrir okkur mæðgurnar.

Gangið hægt um gleðinnar dyr og njótið helgarinnar með góðu og skemmtilegu fólki.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra H. Passauer

 

Þóra Hermannsdóttir Passauer
Þóra Hermannsdóttir Passauer

39 átta ára gömul á dóttur sem heitir Ástríður. Einnig á ég frábæra vini, er í skemmtilegum og góðum konsert kór og þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég að læra að syngja, halda heimili, út á KR, í Ketilbjöllum og að njóta lífsins.

Ps. Elska að bjóða skemmtilegu fólki í mat og spjall.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Helena og Ástríður sumarið 2008
  • Ástríður og Helena sumarið 200
  • Vox academica

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband