Litla daman 6 ára.

Loksins er langþráður dagur runninn upp í lífi dóttur minnar. Hún er í dag 6 ára og er að springa úr spenningi yfir afmælisboðinu seinni partinn.  Hún er nokkuð lík  mömmu sinni að þessu leiti. Þannig að stelpurnar í bekknum munu mæta í afmæli í dag eftir skóla svo það verður örugglega mikið fjör og gaman.

Verð að segja frá laugardeginum 15. desember. Dagurinn byrjaði á afmælisboði dóttir minnar fyrir ættingja og vini, síðan var ég svo heppin að Valli frændi bauð mér og mömmu á tónleika Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju og vorum við mætt þangað klukkan 16:15, mjög tímanlega til að fá góð sæti. Tónleikarnir voru í alla staði frábærir, einsöngvarar úr röðum kórfélaga voru mjög fínir og þessi stund í alla staði mjög hátíðleg. Eftir tónleikana fór ég svo á jólahlaðborð með vinnufélögum sem haldið var í Iðusölum, Lækjargötu. Kvöldið var í alla staði frábært, maturinn æðislegur og nóg af honum, við í starfmannafélaginu fengum Davíð Ólafsson Bassa og Stefán Helga Stefánsson tenór til að skemmta og er bara eitt orð til um þá, FRÁBÆRIR. Enda líka held ég að allir hafi skemmt sér konunglega og er enn verið að tala um velheppnað jólahlaðborð. Síðar um kvöldið fórum við nokkur að dansa á Thorvaldsen og vorum við það heppinn að eiga dansgólfið í nokkurn tíma, þannig að mikið var dansað. Að lokum fór ég svo heim, ánægð og glöð eftir vel heppnað kvöld.

Að öðru, þá er ég búin að kaupa allar jólagjafirnar nema fyrir mömmu, ég lendi alltaf í vandræðum með hana og veit aldrei hvað ég á að kaupa. Svo er ég með ættingja erlendis sem lenda í því þetta árið að fá gjafirnar milli jóla og nýárs. Ég bara skil ekki hvað varð af desember! Tíminn hvarf og allt í einu eru komin jól og nokkurn veginn allt eftir. Það eru þó bara 3 dagar þangað til við förum til Noregs og ég hlakka svo til að komast að hitta bróður minn og hans fjölskyldu. Það er ekki eins mikið stress þar og hér fyrir jólin. Næstu dagar hér fara þó í það að vinna, pakka inn jólagjöfum, keyra út pakka til þeirra sem verða hér, pakka til ferðalagsins, þrífa íbúðina og reyna svo á fimmtudagskvöldinu að hitta Möggu í súpu á Asíu. Ef ég næ þessu öllu þá er ég ánægð. 

Hvernig finnst ykkur veðrið hafa verið uppá síðkastið. Ég er að verða brjáluð sérstaklega þar sem handklæðin mín duga varla til að stöðva vatnsstrauminn sem bullar inn um rúðurnar. Sérstaklega þá á einum stað og síðustu nætur hef ég þurft að skipta um handklæði á sirka 3 tíma fresti og þau eru rennandi blaut. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins veseni. 

Þar sem ég held að þetta verði síðasta bloggfærsa fyrir jól, þá óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Hermannsdóttir Passauer

Takk kærlega fyrir.

Kv. Þóra 

Þóra Hermannsdóttir Passauer, 18.12.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra H. Passauer

 

Þóra Hermannsdóttir Passauer
Þóra Hermannsdóttir Passauer

39 átta ára gömul á dóttur sem heitir Ástríður. Einnig á ég frábæra vini, er í skemmtilegum og góðum konsert kór og þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég að læra að syngja, halda heimili, út á KR, í Ketilbjöllum og að njóta lífsins.

Ps. Elska að bjóða skemmtilegu fólki í mat og spjall.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Helena og Ástríður sumarið 2008
  • Ástríður og Helena sumarið 200
  • Vox academica

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband